Við erum Peizer
Hrafnhildur Peizer
Eigandi og ráðgjafi
Hrafnhildur hefur mikla reynslu af rekstrarverkefnum fyrir fyrirtæki heilbrigðisþjónustunnar. Þá hefur hún stýrt kerfislægum umbótaverkefnum á sviði heilbrigðis- og velferðarmála. Áður starfaði Hrafnhildur um árabil hjá Capacent, Landspítala og heilbrigðisráðuneytinu, síðar velferðarráðuneytinu.
Ásgeir Örn
Ráðgjafi
Ásgeir Örn sér um ráðgjöf fyrir stjórnendaupplýsingar og verkefni fyrir heilbrigðisþjónustuna. Ásgeir er að ljúka doktorsgráðu í iðnaðarverkfræði frá HÍ þar sem rannsóknarverkefni hans snýr að þróun bestunarlíkana.
Kristín Birgisdóttir
ráðgjafi
Kristín sér um ráðgjöf fyrir stjórnendaupplýsingar og verkefni fyrir heilbrigðisþjónustuna. Kristín er með Doktorsgráðu í heilsuhagfræði og starfaði áður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Brynhildur Helga Samúelsdóttir
Ráðgjafi
Brynhildur Helga sér um ráðgjöf og verkefni fyrir heilbrigðisþjónustu. Ásamt þessu stundar Brynhildur Mastersnám í Háskóla Íslands í Iðnaðarverkfræði.
Um Peizer
Áður hafði Hrafnhildur starfað um árabil hjá Capacent þar sem hún þróaði sérhæfð mælaborð fyrir fyrirtæki heilbrigðisþjónustunnar með notkun viðskiptagreindar. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af rekstrarverkefnum og hefur stýrt kerfislægum umbótaverkefnum á sviði heilbrigðis- og velferðarmála.