NHS (National Health Service) í Englandi og Wales notar Qlik Sense þvert á deildir og skipulagsheildir í daglegu starfi. Það hefur mikið reynt á NHS undanfarna mánuði vegna COVID-19 faraldursins og þörfin fyrir upplýsingar í rauntíma hefur aukist.
Nýleg rannsókn leiddi í ljós að 84% starfseininga NHS telur tölfræðilegar greiningar óaðskiljanlegan hluta af stjórnun og viðbrögðum við faraldrinum en starfseiningarnar leitast stöðugt eftir nýjum og skilvirkum leiðum til að auka þjónustu við skjólstæðinga á sama tíma og þau létta á álagi á starfsfólki.
Í greinni sem vísað er í var bent á þrjú skref til að auka virði gagna:
1. Tryggja dreifingu gagna
Það að koma réttum gögnum á rétta staði og sem víðast mun hafa mestu áhrifin. Með meiri samþættingu svæðisbundinna heilbrigðisgagna og greininga munu einingarnar getað tileinkað sér heildrænni nálgun á heilsu íbúa sem leiðir svo af sér að fyrr er hægt að grípa inn í.
2. Aðgengi og hvatning til notkunar
Til þess að virði sé í gögnum þurfa þau að vera hluti af hverju ákvarðanatökuferli og til þess að það geti orðið þurfa gögn að vera við höndina á hverjum tímapunkti. Heilbrigðisstarfsfólki skortir yfirleitt tíma og þurfa að hafa aðgengi að gögnum þegar þörf er á þeim.
3. Auka færni starfsfólks
Aðgengi að gögnum er eitt en til þess að virði sé í þeim þarf starfsfólk að kunna að lesa í gögn. Heilbrigðisgeirinn er ekki ólíkur öðrum að því leiti að starfsfólk þarfnast þjálfunar til þess að geta lesið, skilið og unnið með gögn. Niðurstöður sýndu að aðeins 12% eininga hjá NHS bjóða upp á þjálfun í gagnalæsi.
Aðeins með því að tryggja það að starfsfólk kunni að lesa og greina gögn næst árangur af innleiðingu stafrænna mælaborða sem nýtast á sem upplýsingar til að taka ákvarðanir.